Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Hótel Ljósaland illa farið - myndskeið

31.01.2016 - 19:22
Mynd: Guðbjörn Guðmundsson / Guðbjörn Guðmundsson
Hótel Ljósaland í Saurbæ í Dölum fór illa í eldi í morgun. Skömmu áður en eldurinn kom upp var lögrelga kölluð til vegna óspekta á staðnum. Eigandi hótelsins er grunaður um íkveikju.

 Slökkvistarfi í Saurbæ lauk um hádegisbil en það hafði þá staðið í ríflega sex tíma.

Rannsókn á tildrögum eldsvoðans er í höndum lögreglunnar á Vesturlandi en allt bendir til að á hótelinu hafi verið gleðskapur sem fór úr böndunum. Eigandi hótelsins var handtekinn í morgun grunaður um íkveikju.