Slökkvistarfi í Saurbæ lauk um hádegisbil en það hafði þá staðið í ríflega sex tíma.
Rannsókn á tildrögum eldsvoðans er í höndum lögreglunnar á Vesturlandi en allt bendir til að á hótelinu hafi verið gleðskapur sem fór úr böndunum. Eigandi hótelsins var handtekinn í morgun grunaður um íkveikju.