
Hótar „gjöreyðingu“ tyrknesks efnahagslífs
Sú tilkynning markaði algjöra kúvendingu á stefnu Bandaríkjanna og framkallaði harða gagnrýni, meðal annars frá þungavigtarfólki í röðum Repúblikana í báðum deildum Bandaríkjaþings sem sökuðu Trump um að svíkja dygga bandamenn í stríðinu gegn Íslamska ríkinu. Leiðtogar Kúrdísku sveitanna sem börðust með Bandaríkjunum í Sýrlandi brugðust líka ókvæða við þessari ákvörðun Trumps og sögðu hana sem rýtingsstungu í bakið.
Varnarmálaráðherra Tyrklands lýsti því svo yfir á Twitter í gær að undirbúningi fyrir innrásina væri lokið og bráðnauðsynlegt að hreinsa landamærasvæðið af hryðjuverkasveitum Kúrda hið fyrsta.
„Af minni miklu og óviðjafnanlegu visku“
Trump svaraði bæði gagnrýnendum sínum og Tyrkjum á Twitter í gær. Þar varaði hann Tyrki við því að gera nokkuð það sem hann, af hans „stórkostlegu og óviðjafnanlegu visku“ teldi óásættanlegt, því þá myndi hann „gjöreyða og þurrka út Efnahagslíf Tyrklands,“ og ýjaði að því að hann hefði gert það áður. Trump hefur reyndar notað þessa sömu hótun áður í deilum við Tyrki.
As I have stated strongly before, and just to reiterate, if Turkey does anything that I, in my great and unmatched wisdom, consider to be off limits, I will totally destroy and obliterate the Economy of Turkey (I’ve done before!). They must, with Europe and others, watch over...
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 7, 2019
Óstaðfestar fregnir herma að liðsflutningar Bandaríkjahers frá Kúrdahéruðunum við tyrknesku landamærin séu þegar hafnir, en í litlum mæli þó. Hermt er að á bilinu 25 - 100 af þeim ríflega 1.000 bandarísku hermönnum sem verið hafa á svæðinu séu farnir.