Höskuldur tekur ekki sæti á listanum—myndskeið

Mynd:  / 
Höskuldur Þór Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, lýsti því yfir að lokinni atkvæðagreiðslu um oddvitasæti flokksins í Norðausturkjördæmi að hann myndi ekki sækjast eftir sæti á listanum í komandi kosningum. Höskuldur sagði niðurstöðuna vera vonbrigði fyrir sig en óskaði um leið formanninum til hamingju með niðurstöðuna.

Höskuldur sagði að hann hefði verið gagnrýninn á störf formannsins og að hann hefði vilja fara aðra leið en formaðurinn. Hann þakkaði um leið flokksmönnum fyrir samstarfið.

Líneik Anna Sævarsdóttir, sem fékk aðeins tvö atkvæði í kosningunni, lýsti því einnig yfir að hún myndi ekki sækjast eftir öðru sætinu og Hjálmar Bogi Hafliðason, sem sóttist eftir öðru sætinu, gaf það einnig eftir. Þórunn Egilsdóttir var því sjálfkjörin í það sæti.

 

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi