Sigmundur Davíð, lagði það til á fundinum að „að varaformaður flokksins taki við embætti forsætisráðherra svo það megi verða til að ríkisstjórnin geti lokið þeim mikilvægum verkum sem hún hefur unnið að og varða mikilvæga þjóðarhagsmuni,“ eins og segir í tilkynningu frá skrifstofustjóra þingflokks Framsóknar.
Höskuldur segir að ástæðan sé sú að hann taldi að tillagan myndi engan vanda leysa. Það hafi enda komið á daginn.
Í tillögunni segir að lýsi þingflokkurinn ánægju með „þá virðingarverðu afstöðu formannsins „sem felst í því að hann skuli vera reiðubúinn að stíga þetta skref til að gera ríkisstjórninni kleift að vinna áfram að þeim mikilvægu verkefnum sem nú liggja fyrir.“