Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Horfurnar í heimsviðskiptum versna

21.11.2019 - 14:10
epa04984670 Angel Gurria, chief of the Organization for Economic Cooperation and Development (OECD), speaks at the opening of the World Scienece & Technology Forum at an OECD Ministerial Meeting in the central city of Daejeon, South Korea, 20 October
 Mynd: EPA - YNA
Efnahags- og framfarastofnunin OECD lækkaði í dag hagvaxtarspá sína fyrir næsta ár um 0,1 prósentustig. Ástæðan er fyrst og fremst spenna í milliríkjaviðskiptum, einkum milli Bandaríkjanna og Kína.

Að sögn stofnunarinnar er útlit fyrir 2,9 prósenta hagvöxt á heimsvísu á næsta ári. Ekki er talið að ástandið batni að marki árið 2021. Þá er því spáð að hagvöxturinn verði þrjú prósent.

Í skýrslu aðalhagfræðings OECD um ástand efnahagsmála segir að ástandið hafi ekki verið verra síðan í efnahagskreppunni 2007 til 2008. Þjóðir heims eru hvattar til að fjárfesta í stafrænni tækni og betrumbótum í loftslagsmálum.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV