Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Hollt að kjósa milli öflugra manna

23.09.2016 - 18:35
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Willum Þór Þórsson þingmaður Framsóknarmanna segir að ummæli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins í leiðtogaumræðum í sjónvarpinu í gærkvöld hafi verið óheppileg. Kosið verði um forystu á flokkþingi eftir rúma viku og hann geti vel hugsað sér að styðja Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra til formennsku í flokknum.

Willum var tekinn tali eftir að löngum og ströngum fundi þingflokks Framsóknarmanna lauk síðdegis. Þar hafi menn rætt um stöðuna í flokknum og eftir stranga prófkjörstörn hafi menn náð að setjast saman.  Skipan forystunnar hafi ekki verið rædd beint. 

Leiðtogaumræður í sjónvarpinu í gærkvöld hafi borið á góma og skoðanir manna á viðbrögðum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þegar þar var rætt um Wintris-málið hafi verið skiptar. Óheppilegt sé hvað það yfirskyggi umræðu um brýnni málefni. Ekki hafi verið rætt um hrókeringar í forystunni enda hafi þingflokkurinn ekkert umboð til þess. Þingflokkurinn standi heill að baki formanninum. 

Sjálfur hefði hann viljað sjá annað svar frá Sigmundi Davíð en að hann hafi aldrei átt neitt í Wintris, þvert gegn skjölum sem fyrir liggja. Ganga verði á Sigmundu Davíð vilji menn frekari útleggingar á því.

Framundan sé þétt dagskrá, þingmenn verði að standa fyrir sín mál í aðdraganda kosninga en auðvitað verði eriftt að 

Willum telur að það væri Framsóknarflokknum hollt að kosið yrði milli öflugra manna en hann gæti hugsað sér að kjósa Sigurð Inga Jóhannsson til formennsku og Sigmundur Davíð hafi haft glæsilegan sigur í prófkjöri í Norðausturkjördæmi nýlega.