Hollenska ríkið dæmt til að draga úr losun

Mynd: RÚV / RÚV

Hollenska ríkið dæmt til að draga úr losun

25.06.2015 - 16:46

Höfundar

Þrátt fyrir margvíslegar yfirlýsingar og undirritun sáttmála, hefur ríkjum heims tekist brösuglega að standa við sett markmið í loftslagsmálum. En með niðurstöðu dómstóls í Haag í gær gætu orðið vatnaskil í umhverfismálum.

Þá var hollenska ríkið dæmt til að standa við samþykktir sínar um loftslagsmál á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda að minnsta kosti um 25% miðað við það sem var árið 1990.  

Málið höfðuðu samtökin Urgenda ásamt níu hundruð almennum borgurum og kærðu ríkið fyrir að grípa ekki til aðgerða vegna áhrifa loftslagsbreytinga, með vísan í mannréttinda- og skaðabótalöggjöf. 

Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur fer yfir þetta athyglisverða mál í Samfélaginu í dag.