Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Höfuðborgarlistinn nýtt framboð í borginni

25.03.2018 - 18:44
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Björg Kristín Sigþórsdóttir er oddviti Höfuðborgarlistans sem er nýtt þverpólitískt afl sem býður fram í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Flokkurinn leggur meðal annars áherslu á umhverfismál og vill taka til í borginni.

Höfuðborgarlistinn tilkynnti um framboð sitt fyrir utan Ráðhús Reykjavíkur í dag. Listinn var stofnaður fyrir 20 dögum og liggur fyrir 46 manna listi. Oddviti flokksins er Björg Kristín Sigþórsdóttir framkvæmdastjóri.

Umhverfismál og mengun er meðal þess sem þau setja á oddinn. 
Hafa ekki aðrir flokkar verið með þessi mál  á dagskrá?  Ég hef barist fyrir þessu máli í rúmt ár í mínu hverfi það hefur enginn sýnt þessu máli áhuga hvorki borgarfulltrúar né aðrir.“

„Og við viljum t.d. taka frárennslismál sem eru meðfram ströndum Reykjavíkur.  Það lekur hér óhindrað skolp meðfram ströndum borgarinnar og það er ekki gott að börnin séu hér í fjörunni að leika sér.“

„Og svo eru náttúrlega sorphirðumálin og hreinsun gatna.  Þetta er gríðarlega mikilvægt og við munum taka sex til átta mánuði í það að ná tökum hér á því að hreinsa þessa borg og þrífa hana og koma þessu svona í lag.  Eru þið umhverfisflokkur?  Við erum ekki bara umhverfisflokkur heldur er þetta bara svo mikilvægt mál fyrir okkur íbúa vegna lýðheilsu og heilsu okkar vegna þá þarf þetta að vera eitt af okkar stóru málum.“

Fokkurinn leggur einnig áherslu á húsnæðismál, stjórnkerfið og skipulag.
Í öðru sæti á listanum er Sif Jónsdóttir, viðskiptafræðingur, og í þriðja sæti Snorri Marteinsson, viðskiptafræðingur. Björg Kristín segir að á listanum sé allskonar fólk. „Þetta er bara fólk eins og ég og þú sem viljum bara fara að taka til í garðinum sem okkur finnst  vera svolítil órækt í. Við viljum bara fara inn í þennan garð og við viljum taka til í honum.“

Listinn í heild sinni er svona:
1. Björg Kristín Sigþórsdóttir
2. Sif Jónsdóttir
3. Snorri Marteinsson
4. Helga María Guðmundsdóttir
5. Kristín Birna Bjarnadóttir
6. Sólrún Lovísa Sveinsdóttir
7. Böðvar Sigurvin Björnsson
8. Sigurjóna Halldóra Frímann
9. Ingveldur Marion Hannesdóttir
10. Jón Gunnar Benjamínsson
11. Valgeir Ólafsson
12. Hanna Hlíf Bjarnadóttir
13. Rakel Ólafsdóttir
14. Jóhanna G. Frímann
15. Tinna Líf Jörgensdóttir
16. Phiangphit Thiphakdi
17. Ögmundur Reykdal
18. Karen Hauksdóttir
19. Árni Freyr Valdimarsson
20. Hrafnhildur Hákonardóttir
21. Bergþór Frímann Sverrisson
22. Edda Júlía Helgadóttir
23. Lára Kristín Jóhannsdóttir
24. Aldís Jana Arnarsdóttir
25. Chelco Sankovik
26. Alda Ólafsdóttir
27. Leó Sankovic
28. Georg Sankovik
29. Jóhanna Ögmundsdóttir
30. Bryndís Þorkelsdóttir
31. Alda Viggósdóttir
32. Valgerður Friðþjófsdóttir
33. Valgerður Aðalsteinsdóttir
34. Ásdís Ögmundsdóttir
35. Kjartan Guðmundsson
36. Tinna Ýr Einisdóttir
37. Ziatko Kriekic
38. Anna Dís Arnarsdóttir
39. Zhitho Habic
40. Jenný Árnadóttir
41. Guðrún Guðjónsdóttir
42. Audjelka Kricic
43. Rut Agnarsdóttir
44. Hafsteinn Þór Hilmarsson
45. Elsa Zankovic
46. Andrés Fr. Andrésson

Bergljót Baldursdóttir
Fréttastofa RÚV