Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Hnúfubakurinn braggast

29.09.2015 - 11:16
Mynd með færslu
 Mynd: Special Tours
Mynd með færslu
 Mynd: Special Tours
Mynd með færslu
 Mynd: Elding
Mynd með færslu
 Mynd: Elding
Hnúfubakurinn sem erlendir sérfræðingar á vegum hérlendra hvalaskoðunarfyrirtækja komu til hjálpar í síðasta mánuði virðist braggast vel. Sár sem hann fékk af netadræsum sem héngu við hann er tekið að gróa og hreyfingar hans orðnar eðlilegri en áður.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hvalaskoðunarsamtökum Íslands. Þar segir að áhafnir hvalaskoðunarbáta hafi séð til hvalsins, sem hefur verið nefndur Nettie, í gær. Hann var að þeirra sögn nokkuð frískur og hefur tekist að losa sig alveg við reipisbútinn sem varð eftir í sári við sporð hans. Björgunarmönnum tókst ekki að losa það reipi þegar þeir leystu hvalinn úr netadræsu 16. ágúst síðastliðinn. Annað reipi er fast frá kjafti og aftur á bak skepnunnar en líklegt er að hnúfubakurinn losi sig sjálfur við það með tíð og tíma.