Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Hnoðra heilsast vel

10.10.2013 - 15:19
Mynd með færslu
 Mynd:
Kötturinn Hnoðri er allur að braggast en hann var fluttur á dýraspítala eftir að eldur kviknaði í húsi eigenda hans á Urðarstíg í Reykjavík. Slökkviliði gekk vel að slökkva eldinn, sem var bundinn við eldhúsið.

Ekki er vitað hvar Hnoðri var staddur þegar eldurinn kom upp, en honum var bjargað illa höldnum úr húsinu og lífi blásið í hann. Kisi var síðan fluttur með lögreglubíl á Dýralæknastofu Dagfinns á Skólavörðustíg. Hnoðri, sem er þrettán ára persneskur köttur var með reykeitrun og bólgur í öndunarvegi. Hann er nú á batavegi. 

Lífi blásið í Hnoðra fyrir utan heimili hans.