Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Hlekktist á í flugtaki

20.07.2019 - 15:11
Mynd með færslu
 Mynd: Daði Jörgensson
Lítilli fisflugvél hlekktist á í flugtaki á flugvellinum við Rif á Snæfellsnesi um tvöleytið í dag. Svanur Tómasson, slökkviliðsstjóri í Snæfellsbæ, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu og segir að þeir sem í vélinni voru séu ekki alvarlega slasaðir.

Mbl.is greindi fyrst frá. Þar kemur fram að tveir hafi verið í vélinni og annar þeirra hafi verið fluttur á heilsugæslu með minni háttar áverka. 

tryggvidg's picture
Tryggvi Dór Gíslason