Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Hlé gert á leitinni á Þingvallavatni

10.08.2019 - 22:12
Mynd með færslu
Bátinn, sem fannst á floti á vatninu, má sjá á myndinni. Mynd: Landsbjörg - Aðsend mynd
Björgunarsveitarmenn hafa ákveðið að gera hlé á leit sinni við Þingvallavatn en björgunarmenn hafa verið við störf við vatnið síðan á fimmta tímanum í dag. Leitinni verður haldið áfram á morgun.

Tilkynning barst um hlut á floti í vatninu í dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug yfir svæðið og sá bát á floti en enginn var í bátnum.

Tugir manns frá björgunarsveitum í Árnessýslu, Brunavörnum Árnessýslu og sjúkraflutningum komu að leitinni í dag. 

Tinna Eiríksdóttir
Fréttastofa RÚV