Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Hjólhýsi fauk í 19 stiga hita við Jökulsárlón

27.10.2017 - 16:04
Hjólhýsi Vatnajökulsþjóðgarðs sem fauk og skemmdist við Jökulsárlón 27. október 2017.
 Mynd: Elvar Ingþórsson - Vatnajökulsþjóðgarður
Hjólhýsi Vatnajökulsþjóðgarðs sem fauk og skemmdist við Jökulsárlón 27. október 2017.
 Mynd: Elvar Ingþórsson - Vatnajökulsþjóðgarður
Hjólhýsi Vatnajökulsþjóðgarðs sem fauk og skemmdist við Jökulsárlón 27. október 2017.
 Mynd: Elvar Ingþórsson - Vatnajökulsþjóðgarður
Hjólhýsi Vatnajökulsþjóðgarðs sem fauk og skemmdist við Jökulsárlón 27. október 2017.
 Mynd: Elvar Ingþórsson - Vatnajökulsþjóðgarður
Mildi þykir að enginn hafi slasast þegar hjólhýsi starfsmanna Vatnajökulsþjóðgarðs við Jökulsárlón fauk og eyðilagðist í miklum vindi rétt fyrir klukkan ellefu í morgun. Helga Árnadóttir, aðstoðarþjóðgarðsvörður á suðursvæði, segir að á þessum tíma hafi hviður farið upp í 45 metra á sekúndu á Kvískerjum vestan við Jökulsárlón og hitinn farið upp í 19 stig.

Hjólhýsið hafi verið stífað niður og fest kirfilega en það ekki dugað. Hún segir að starfsmenn þjóðgarðsins hafi verið nýfarnir úr hjólhýsinu þegar þetta gerðist og mildi að enginn skyldi hafa orðið fyrir hjólhýsinu þegar það fauk nokkra metra og splundraðist. Hjólhýsinu var komið fyrir við Jökulsárlón í sumar eftir að þjóðgarðurinn tók um umsjón svæðisins og var nýtt sem starfsmannaaðstaða til bráðabirgða.

runarsr's picture
Rúnar Snær Reynisson
Fréttastofa RÚV