Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Hjálpuðu skelfdum túristum aftur til byggða

24.10.2019 - 16:36
Mynd með færslu
Mynd úr safni. Mynd: Símon Halldórsson - RÚV
Björgunarsveitarmenn hjálpuðu týndum ferðamönnum aftur til byggða í dag. Ferðamennirnir höfðu villst í uppsveitum Árnessýslu og misst dekk undan bíl sínum. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg voru ferðamennirnir skelkaðir en ómeiddir.

Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að það hafi tekið björgunarsveitarmenn um tvo tíma að finna ferðamennina, sem voru  við Hlöðufell, nálægt Skjaldbreið.

Eftir að tókst að hafa uppi á fólkinu komu björgunarsveitarmenn því til byggða heilu að höldnu. Bíllinn var skilinn eftir á vettvangi.