Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Hjálmar leiðir B-lista í Norðurþingi

Mynd með færslu
 Mynd: Framsóknarflokkurinn
Hjálmar Bogi Hafliðason, kennari og deildarstjóri, skipar efsta sæti á B-lista Framsóknarflokks og félagshyggjufólks í Norðurþingi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Listi frambjóðenda var samþykktur samhljóða á aukaaðalfundi Framsóknarfélags Þingeyinga í morgun.

Í tilkynningu kemur fram að við uppstillingu hafi meðal annars verið lögð áhersla á reynslu og fjölbreytni, kyn, aldur og menntun. Á listanum eru átta konur og tíu karlar og meðalaldur laust yfir fertugu.  

Efsta sætið skipar Hjálmar Bogi Hafliðason, kennari og deildarstjóri. Hrund Ásgeirsdóttir bóndi og kennari verður í öðru og Bergur Elías Ágústsson, ráðgjafi því þriðja. Bylgja Steingrímsdóttir, Heiðar Hrafn Halldórsson, Eiður Pétursson og Lilja Skarphéðinsndóttir koma þar á eftir.

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV