Á sunnudaginn kemur tekur RÚV til sýningar norsku þáttaröðina Kampen om tungtvannet sem sló öll áhorfsmet í heimalandi sínu fyrr í vetur. Þáttaröðin hefur hlotið fádæma góðar viðtökur þar sem hún hefur verið sýnd og er dýrasta þáttaröð sem norðmenn hafa framleitt.