Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Hitamet féll í dag - nærri 28 gráður

25.07.2017 - 20:13
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Hitamet sumarsins féll í dag þegar nærri 28 gráður mældust í Fnjóskadal. Á Végeirsstöðum í Fnjóskadal var hitinn 27,7 gráður um klukkan fjögur í dag. Síðast var jafn heitt á landinu 9. ágúst 2012 á Eskifirði. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem met er slegið í Fnjóskadal en á fimmtudag mældist hámarkshiti á Végeirsstöðum 25,9 gráður. Var það þá hæsti hiti sem mælst hafði á landinu síðan í júlí 2013. 

Árin 2014 til 2016 mældist hiti hér á landi aldrei hærri en 25 stig en talvert mikið hefur verið um það í ár, aðallega norðaustanlands. 

Vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands telur að þetta sé skammgóður vermir fyrir Fnjóskdælinga. Veðrið verði áfram gott á morgun en með fimmtudeginum sé von á norðlægari vindum. Þá dregur aðeins fyrir sólu og hlýjast verður sunnanlands. 

 

Matthías Tryggvi Haraldsson
Fréttastofa RÚV