Hitamet falla á Suðurskautinu

14.02.2020 - 10:20
epa08200880 A handout photo made available by the Argentina National Meteorological Service of the Esperanza base, located in Antarctica, where 18.3 degrees were recorded this Thursday, the highest temperature since 1961, in Esperanza, Antarctica, 06 February 2020 (issued 07 February 2020).  EPA-EFE/National Meteorological Service HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
Esperanza rannsóknarstöðin við Vonarflóa. Mynd: EPA-EFE - Veðurstofa Argentínu
Þrjátíu og átta ára hitamet á Suðurskautinu féll á sunnudaginn var. Þá mældist 20,75 stiga hiti á eyjunni Seymour, tæplega einu stigi meira en mældist á eyjunni Signy árið 1982. Á laugardag var einnig slegið hitamet á Suðurskautslandinu sjálfu. Þá mældist hitinn 18,3 stig í argentínsku rannsóknarstöðinni Esperanza við Vonarflóa. Fyrra metið, 17,5 stig var frá árinu 2015.
asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV