
Hissa á að ástand Lagarfljóts komi á óvart
Ásdís sagði í viðtali í Morgunútvarpinu á Rás tvö í morgun það frekar koma á óvart að áhrifin á lífríki Lagarfljóts skuli koma á óvart.
„Fréttir um veruleg áhrif virkjunarinnar koma ekki á óvart. Það er eitthvað sem ég tel að hafi legið fyrir í málinu á sínum tíma og meðal annars kom fram í úrskurði Skipulagsstofnunar að það væru talin líkleg veruleg áhrif á lífríki lagarfljóts,“ segir Ásdís.
Hún segir að framkvæmdin hafi verið feikilega stór og að þó svo að framleiddir hafi verið hillumetrar af gögnum og unnar rannsóknir þá náði framkvæmdin yfir stórt svæði umhverfisáhrif því verið margvísleg. Ásdís segir að kannski hafi ekki verið fjallað svo ítarlega um hvern og einn þátt og að ekki hafi legið fyrir svo ítarleg gögn. Skipulagsstofnun hafi því ekki getað sagt fyrir um nákvæmlega hver áhrifin af framkvæmdinni yrðu þó fyrir séð var að þau yrðu mikil.