Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, segir að enn sé von um að hægt verði að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Hann segir að bandalag borga, upplýstra stórfyrirtækja og vísindanna auk meðvitaðs almennings gefi vonir um að bregðast megi við af skynsemi.