Hilmar Snær er eini keppandi Íslands á Vetrarólympíumótinu en hann keppir í alpagreinum 13. og 16. mars, í svigi og stórsvigi.
Um 50 þjóðir keppa á Vetrarólympíumótinu að þessu sinni og verður keppt í sex greinum; í alpagreinum, skíðaskotfimi, skíðagöngu, sleðaíshokkí, á snjóbrettum og í hjólastólakrullu.
Ísland var 24. þjóðin til að ganga inn á setningarathöfnina en með Hilmari gengu þjálfarar hans Þórður Georg Hjörleifsson og Einar Bjarnason.