Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Hildur verðlaunuð fyrir Vetrarhörkur

Mynd: RÚV / RÚV

Hildur verðlaunuð fyrir Vetrarhörkur

08.02.2017 - 20:47

Höfundar

Hildur Knútsdóttir hlaut í kvöld Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barna- og ungmennabóka fyrir Vetrarhörkur, sögu af íslenskri fjölskyldu sem kemst lífs af eftir árás geimvera sem eru sólgnar í mannakjöt.

Bókin er framhald bókarinnar Vetrarfrí en fyrir hana hlaut Hildur Fjöruverðlaunin í flokki barna- og unglingabóka og var einnig tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar. 

Hildur er stödd erlendis og veitti Rún, systir hennar, verðlaununum viðtöku fyrir hennar hönd og flutti ræðu hennar. 

 

Tengdar fréttir

Bókmenntir

Auður verðlaunuð fyrir Ör

Bókmenntir

Auður, Hildur og Ragnar verðlaunuð

Innlent

Ragnar verðlaunaður fyrir Andlit norðursins