Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Hildur um sigurinn: Þetta var býsna brjálað augnablik

epa08207854 Hildur Guonadottir reacts after winning the Oscar for Achievement in Music written for Motion Pictures (Original Score) during the 92nd annual Academy Awards ceremony at the Dolby Theatre in Hollywood, California, USA, 09 February 2020. The Oscars are presented for outstanding individual or collective efforts in filmmaking in 24 categories.  EPA-EFE/ETIENNE LAURENT
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Hildur um sigurinn: Þetta var býsna brjálað augnablik

10.02.2020 - 04:45

Höfundar

Hildur Guðnadóttir, sem hlaut Óskarsverðlaunin í nótt fyrir tónlistina við Joker, sagði það hafa verið brjálað augnablik þegar hún stóð uppi á sviðinu og sá að hún fékk standandi lófaklapp frá goðsögnum í þessum geira, mönnum eins og John Wiliams. Þegar hún hafi séð þetta hafi þetta orðið hálf yfirþyrmandi. „Alla leiðina upp á sviðið þá hugsaði ég; ég get þetta, ég get þetta.“

Hildur sagði það eiginlega vera ógnvekjandi að vera tilefnd samhliða þessum tónskáldum.  Hún hefði þó fengið tækifæri til að kynnast þeim á verðlaunatímabilinu og þeir hefðu verið henni mikill innblástur.

Hildur var jafnframt spurð að því hvort sigurinn í nótt þýddi að hún ætlaði að flytja frá Berlín til Kaliforníu. Svarið var nokkuð afdráttarlaust, slíkir flutningar myndu ekki henta tónlist hennar en það væri vissulega gott að heimsækja borgina.

Hægt er að horfa á blaðamannafund Hildar í heild sinni hér að neðan.