Hildur sagði það eiginlega vera ógnvekjandi að vera tilefnd samhliða þessum tónskáldum. Hún hefði þó fengið tækifæri til að kynnast þeim á verðlaunatímabilinu og þeir hefðu verið henni mikill innblástur.
Hildur var jafnframt spurð að því hvort sigurinn í nótt þýddi að hún ætlaði að flytja frá Berlín til Kaliforníu. Svarið var nokkuð afdráttarlaust, slíkir flutningar myndu ekki henta tónlist hennar en það væri vissulega gott að heimsækja borgina.
Hægt er að horfa á blaðamannafund Hildar í heild sinni hér að neðan.