Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Hildur tilnefnd til BAFTA-verðlaunanna

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV/samsett mynd

Hildur tilnefnd til BAFTA-verðlaunanna

07.01.2020 - 08:40

Höfundar

Hildur Guðnadóttir tónskáld hefur verið tilnefnd til verðlauna bresku kvikmynda og sjónvarpsakademíunnar, BAFTA, fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker. Tilnefningar voru birtar í morgun. Hildur fékk í fyrrakvöld Golden Globe-verðlaunin fyrir verkið.

Joker fær flestar tilnefningar til BAFTA-verðlaunanna í ár, eða ellefu talsins. En myndirnar The Irishman og Once Upon a Time in Hollywood fylgja fast á eftir með tíu tilnefningar hvor mynd. Þá fær myndin 1917 níu tilnefningar.

Auk Hildar er Thomas Newman tilnefndur fyrir bestu frumsömdu tónlistina fyrir myndina 1917, Michael Giacchino fékk tilnefingu fyrir Jojo Rabbit, Alexandre Desplat fékk tilnefningu fyrir Little Women og John Williams fyrir Star Wars: The Rise of Skywalker.

BAFTA-verðlaunahátíðin verður í Royal Albert Hall í Lundúnum 2. febrúar.

Hér má sjá lista yfir tilnefningar.