Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Hildur í Chanel frá toppi til táar

Mynd með færslu
 Mynd: epa

Hildur í Chanel frá toppi til táar

10.02.2020 - 00:45

Höfundar

Hildur Guðnadóttir mætti í sínu fínasta pússi á rauða dregilinn við Dolbyhöllina í Hollywood, þar sem Óskarsverðlaunin verða afhent í nótt. Hildur var með mann sinn, Sam Slater, sér til halds og trausts á dreglinum, og eins og glöggt má sjá fór hann líka í sparigallann. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það franska tískuhúsið Chanel sem varð þess heiðurs aðnjótandi að fá að klæða Hildi upp fyrir Óskarinn.

Er hún í Chanel frá toppi til táar og ku demantshringir og eyrnalokkar sem prýða Hildi einnig vera frá því fornfræga tískuhúsi. Auk Hildar eru þær Penelope Cruz og Margot Robbi dressaðar upp af Chanel, samkvæmt heimildum fréttastofu. Fréttastofa hefur hins vegar engar fregnir af því, hvaðan spúsi hennar Sam hefur sinn galagalla. 

Tengdar fréttir

Hildur Guonadottir accepts the award for best original score for "Joker" at the Oscars on Sunday, Feb. 9, 2020, at the Dolby Theatre in Los Angeles. (AP Photo/Chris Pizzello)
Kvikmyndir

Rauði dregillinn og Óskarinn: Hvað gerir Hildur?

Menningarefni

Móðir Hildar: „Þetta er eins og trylltur draumur“