Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Hildur „flaggskip fjölskyldunnar“ að mati bræðranna

Hildur Guonadottir accepts the award for best original score for "Joker" at the Oscars on Sunday, Feb. 9, 2020, at the Dolby Theatre in Los Angeles. (AP Photo/Chris Pizzello)
 Mynd: Ap Images - RÚV

Hildur „flaggskip fjölskyldunnar“ að mati bræðranna

10.02.2020 - 12:41

Höfundar

„Ég er náttúrulega bara að rifna úr stolti,“ segir Finnur Torfi Þorgeirsson, bróðir Hildar Guðnadóttir sem hlaut Óskarinn í nótt, fyrst Íslendinga, fyrir tónlistina við kvikmyndina Jóker. „Það er svolítið súrrealísk tilfinning að fylgjast með systur sinni rúlla upp öllum þessum verðlaunum“

Hildur hvílist sjálf í kaliforníunóttinni vestanhafs. Finnur Torfi segist hafa beðið með að heyra í henni persónulega af því það hefði verið svo mikið að gera hjá þeim í nótt. En velgengni Hildar kemur honum ekki á óvart. „Hún hefur unnið mjög hörðum höndum að þessu mjög lengi. Ég og Ólafur bróðir minn höfum í mjög mörg ár alltaf kallað hana flaggskipið þar sem okkur finnst hún vera flaggskip fjölskyldunnar,“ segir hann „Hún hefur verið að gera rosa flotta tónlist í mjög mörg ár og það er rosa gaman að hún fái þessa athygli á heimsvísu.“

Veistu hvað hún er að fara að gera næst, hvað tekur við? „Mér skilst á henni að hún hafi verið byrjuð að leggja drög að verkefnum sem hafi farið að tefjast pínu kannski út af öllum þessum verðlaunaafhendingum en ég held hún ætli að einbeita sér að verkefnum sem eru ekki kvikmyndatengd í einhvern tíma,“ segir Finnur Torfi jafnframt.

 

Tengdar fréttir

Tónlist

Kvennakraftur fullkomnaður á sviðinu

Kvikmyndir

Suðurkóreskur sigur og óvænt sneypuför stórmynda

Kvikmyndir

Hildur um sigurinn: Þetta var býsna brjálað augnablik

Menningarefni

Hildur vann Óskarinn fyrst Íslendinga