Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Heyskapur frá sjónarhóli dróna

22.08.2015 - 11:57
Nútíma heyskapur er sýndur frá óvenjulegu sjónarhorni í myndbandinu hér að ofan. Það var tekið úr dróna við kúabúið Kvíaból í Þingeyjarsveit.

Á fréttavefnum 641.is, fréttavef Þingeyjarsýslu, segir að sennilega finnist ekki betri og sléttari tún í Þingeyjarsýslu en á Kvíabóli. Þar er mikið lagt upp úr því að endurrækta tún sem skilar sér aftur í úrvals fóðri.

Það var Arnór Eiðsson frá Árteigi sem tók myndbandið.

birkirbi's picture
Birkir Blær Ingólfsson
Fréttastofa RÚV