Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Hétu því að grafa stríðsöxina

06.11.2014 - 07:58
epa04336762 US President Barack Obama, left, talks to Senate Minority Leader Mitch McConnell, a Republican from Kentucky, during a meeting with members of Congress on foreign policy in Cabinet Room of the White House in Washington, DC, USA, on 31 July
 Mynd:
Barack Obama Bandaríkjaforseti og Mitch McConnell, nýkjörinn forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, hétu því í gærkvöld að grafa stríðsöxina milli repúblíkana og demókrata og leysa ágreiningsmál sem hafa haldið aftur af þinginu síðustu ár.

Á blaðamannafundi í Hvíta Húsinu í gærkvöld sagði Obama ljóst að repúblikanar hefðu unnið góðan sigur í þingkosningunum í gær og sagðist reiðubúinn að vinna með nýjum meirihluta í báðum deildum þingsins. Kjósendur þrýstu á frekari breytingar og nú væri tími til kominn að bregðast við. 

Obama sagðist sagðist skilja kjósendur, bæði þá sem kusu en einnig þá sem kusu að mæta ekki á kjörstað. Hann lagði áherslu á að þingmenn starfi fyrir kjósendur og verði að haga sinni vinnu í samræmi við það. Obama lagðist þó ekki alveg flatur fyrir repúblíkönum og sagðist ætla að beita sér af hörku, bæði í innflytjenda- og heilbrigðismálum. 

McConnell sagði nauðsynlegt að breyta til í öldungadeilinni. Fulltrúadeild þingsins hafi staðið fyrir sínu en nú væri kominn tími til að hefjast handa í öldungadeildinni sem hefði slegið slöku við síðustu ár.