
Á blaðamannafundi í Hvíta Húsinu í gærkvöld sagði Obama ljóst að repúblikanar hefðu unnið góðan sigur í þingkosningunum í gær og sagðist reiðubúinn að vinna með nýjum meirihluta í báðum deildum þingsins. Kjósendur þrýstu á frekari breytingar og nú væri tími til kominn að bregðast við.
Obama sagðist sagðist skilja kjósendur, bæði þá sem kusu en einnig þá sem kusu að mæta ekki á kjörstað. Hann lagði áherslu á að þingmenn starfi fyrir kjósendur og verði að haga sinni vinnu í samræmi við það. Obama lagðist þó ekki alveg flatur fyrir repúblíkönum og sagðist ætla að beita sér af hörku, bæði í innflytjenda- og heilbrigðismálum.
McConnell sagði nauðsynlegt að breyta til í öldungadeilinni. Fulltrúadeild þingsins hafi staðið fyrir sínu en nú væri kominn tími til að hefjast handa í öldungadeildinni sem hefði slegið slöku við síðustu ár.