Hestar greindir og félagslyndir

Mynd með færslu
 Mynd:

Hestar greindir og félagslyndir

14.09.2014 - 20:55
Hestar eru með greindustu spendýrum og félagsleg hegðun þeirra er fastmótuð. Þetta sýna rannsóknir á atferli þeirra. Íslenski hesturinn þykir einstaklega félagslyndur og vinalegur.

Hestar þykja félagslynd dýr og félagsleg hegðun þeirra einkennist helst af tveimur þáttum: virðingarröð og vináttu. 

„Við vitum núna, það eru heilmiklar rannsóknir á vitsmunalegri getu hesta, að þeir eru mjög klárir. Og þeir þekkja fólk og aðra hesta - ekki bara á einu - þeir þekkja þá á andlitinu, lyktinni og hljóðunum líka", segir Hrefna Sigurjónsdóttir |dýraatferlisfræðingur.

Vináttan er áberandi í atferli hesta og skiptir miklu máli í samskiptum þeirra á milli.

„Og vináttuna mælum við með því hverjir eru saman, á beitinni og liggja og best er að mæla vináttuna með því hverjir eru að snyrta hvern annan, sem við köllum að kljást. Við höfum komist að því að svona almennt séð er vináttan bundin kyni, en það er fullt af undantekningum. Og líka álíka gamlir hestar bindast vinaböndum. Íslenski hesturinn þykir mjög vinalegur miðað við flest önnur hestakyn. Við höfum kannski bara ræktað það upp í gegnum aldirnar hérna. Að það væri ekki gott að vera með eitthvert leiðindaskap", segir Hrefna.