Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Herjólfi snúið við vegna brotsjóar

08.10.2019 - 12:17
Mynd með færslu
Frá Landeyjahöfn. Mynd: Vegagerðin
Herjólfi var snúið við rétt utan við Landeyjahöfn í morgun. Að sögn Gísla Vals Gíslasonar, skipstjóra, var brotsjór í hafnarmynninu og því ófært þangað inn. Útlitið var betra þegar lagt var í hann frá Eyjum í morgun.

Skipinu var snúið aftur til Vestmannaeyja. Siglt var frá Vestmannaeyjum til Þorlákshafnar í morgun og eftir hádegi verður ferð frá Eyjum til Þorlákshafnar. Fyrsta ferð nýju ferjunnar til Þorlákshafnar var í gær og gekk vel, að sögn skipstjórans.