Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Herferð til að útrýma flámæli

Mynd: RÚV / RÚV

Herferð til að útrýma flámæli

07.11.2019 - 06:45

Höfundar

Flámæli er mállýskueinkenni sem felst í því að löngu sérhljóðin i og e falla saman við u og ö. Orðin skyr og sker hljóma þá til dæmis eins, eða svipað, og einnig flugur og flögur.  

Flámæli var orðið útbreitt á Íslandi á fyrri hluta 20. aldar, einna helst á Austfjörðum, Suðvesturlandi og í Húnavatnssýslu. Það þótti afar ljótt og reynt var að útrýma því, til dæmis með herferð í barnaskólum og með því að banna fólki, með þetta framburðareinkenni, að tala í Ríkisútvarpið eða stíga á svið Þjóðleikhússins.

Málfarsmínútan er flutt í Samfélaginu á Rás 1 þrisvar í viku. 

Færslan hefur verið uppfærð. Björn Guðfinnsson gerði rannsókn á framburðarmállýskum um miðja síðustu öld. Flámæli var þá einkum þekkt á þremur svæðum á landinu: Austfjörðum, Suðvesturlandi og í Húnavatnssýslu. Áður stóð að flámæli hafa einkum verið útbreitt á Suður- og Vesturlandi.