Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Hells Angels skrásett vörumerki?

15.11.2011 - 14:51
Mynd með færslu
 Mynd:
Vélhjólasamtök Vítisengla á Íslandi hafa sótt um að alþjóðlegt merki Hells Angels og helsta auðkenni, verði skrásett hér á landi sem vörumerki.

Samtökin lögðu inn formlega umsókn þess efnis hjá Einkaleyfastofu þann 7. september síðastliðinn, en venjulega tekur sex til átta vikur að fá slíka umsókn afgreidda.

Samkvæmt upplýsingum frá Einkaleyfastofu er umsókn samtakanna í vinnslu, en stofnuninn berast mörg hundruð umsóknir um skrásetningu vörumerkja í hverjum mánuði. Nokkurn tíma tekur að rannsaka hvort vörumerki eru yfirhöfuð skráningarhæf. Kostnaður við að fá vörumerki skrásett er 22 þúsund krónur. Ekki liggur fyrir hvaða vörur eða þjónustu merkið kemur til með að fyrirstilla.