Helga Ingvarsdóttir hlaut í dag fimm ára skilorðsbundið fangelsi fyrir aðild sína að stórfelldu fjársvikamáli. Helga og Vikram Bedi sviku um tuttugu milljónir dala út úr auðkýfinginum og tónskáldinu Roger Davidson. Hún sat um tíma í varðhaldi vegna málsins og var það metið sem hluti af refsingunni.