Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Helga fékk fimm ára skilorðsbundinn dóm

23.04.2013 - 22:00
Mynd með færslu
 Mynd:
Helga Ingvarsdóttir hlaut í dag fimm ára skilorðsbundið fangelsi fyrir aðild sína að stórfelldu fjársvikamáli. Helga og Vikram Bedi sviku um tuttugu milljónir dala út úr auðkýfinginum og tónskáldinu Roger Davidson. Hún sat um tíma í varðhaldi vegna málsins og var það metið sem hluti af refsingunni.

Helga var sögð hafa verið samvinnuþýð við rannsókn málsins en Bedi var dæmdur í allt að níu ára fangelsi.

Mál þeirra vakti mikla athygli á sínum tíma enda var svikamylla þeirra lyginni líkust. Þau lugu meðal annars að Davidson að prestar á vegum Opus Dei vildu hann feigan og að bandaríska leyniþjónustan hefði ráðið fyrirtæki Bedi til að vernda Hvíta húsið fyrir valdaráni reglunnar. 

Helga og Bedi voru handtekin í nóvember 2010 og játaði Helga sakir en talið var að þau hefðu þá verið á leiðinni til Íslands.