Heitavatnsleysi í Vesturbæ má rekja til leka í desember

26.03.2020 - 08:31
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Íbúar í vesturbæ Reykjavíkur hafa verið heitavatnslausir síðan níu í gærkvöld. Viðgerð er nú lokið en reikna má með því að það taki nokkrar klukkustundir að ná upp þrýstingi á öllu svæðinu. Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna, segir bilunina mega rekja til leka í desember.

Stór leki varð í desember þegar vatn lak niður á lögn og hún tærðist. Gert var við þá staðbundnu skemmd.

Ólöf segir að í ljós hafi komið að þessi leki í desember hafði skemmt víðar út frá sér og stærri hluta af pípunni en upphaflega var talið. Ólöf segir að pípan liggi inn í stokk og þegar vatn fór að leka í desember hafi lekið um pípuna og skemmt út frá sér.

Fram kemur á vef Veitna að við viðgerðina hafi síðan stofnæð við Valsheimilið farið í sundur þannig að vesturhluti borgarinnar varð heitavatnslaus. 

Fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. Í

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi