Heimssýn hvetur til viðræðuslita

26.08.2013 - 15:03
Mynd með færslu
 Mynd:
Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum hvetur stjórnarflokkana til þess að standa við stefnu sína um að hætta formlega aðlögunarviðræðum við Evrópusambandið.

Heimssýn hvetur einnig utanríkisráðherra til þess að sýna áfram staðfestu í málinu. Í ályktuninni kemur fram að stöðvun IPA-styrkjanna um leið og ferlið var stöðvað sýni að þeir voru ætlaðir til að laga íslenska stjórnsýslu að lögum og reglum sambandsins. Heimssýn áréttar að það beri að hætta viðræðum formlega við Evrópusambandið sem fyrst.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi