Heimsendingar frá Sinfó í samkomubanni

Bryndís Halla Gylfadóttir.
 Mynd: Sinfóníuhljómsveit Íslands

Heimsendingar frá Sinfó í samkomubanni

18.03.2020 - 17:16

Höfundar

Sinfóníuhljómsveitin heldur sér í æfingu heimavið í samkomubanni – og aðrir njóta góðs af á samfélagsmiðlum.

Öllum viðburðum Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefur verið frestað til 13. apríl vegna samkomubanns. Til að halda hljómsveitarmeðlimum í æfingu, og í leiðinni stytta öðrum Íslendingum stundir í afþreyingarþurrð, hefur Sinfónían brugðið á það ráð að taka upp tónlistarflutning heima í stofu.

Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari reið á vaðið í gær með ofurfallegum Bach-svítum.

 

 

Og hjónin Herdís Anna Jónsdóttir víóluleikari og Steef van Oosterhout slakverksleikari fluttu í dag nokkur fjörug danslög í stofunni hjá sér.

 

 

Hægt er að fylgjast með næstu heimsendingum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Facebook-síðu hennar.

Tengdar fréttir

Klassísk tónlist

Sinfóníu-drápa á sjötugsafmæli

Klassísk tónlist

Sinfónían fagnar 70 ára afmæli í beinni útsendingu

Klassísk tónlist

Sinfóníuhljómsveitin í skýjunum yfir viðtökum

Klassísk tónlist

Eva gefur týndum tónskáldum tækifæri