Heimsending frá Sinfóníuhljómsveit Íslands

Mynd með færslu
 Mynd: Sinfó

Heimsending frá Sinfóníuhljómsveit Íslands

26.03.2020 - 19:00

Höfundar

Útsending í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands frá tónleikum í Eldborg í Hörpu 8. nóvember.

Í þetta sinn var boðið upp á tónleika með Víkingi Heiðari Ólafssyni, Radovan Vlatković og Daníel Bjarnasyni sem teknir voru upp 8. nóvember sl. og streymt beint á vef hljómsveitarinna í aðdraganda tónleikaferðar sveitarinnar til Þýskalands og Austurríkis.

Á efnisskránni er píanókonsert Daníels Bjarnasonar, hornkonsert nr. 3 eftir Mozart, valdir þættir út Pétri Gaut eftir Grieg og sinfónía nr. 5 eftir Sibelius.

Tónleikarnir eru sýndir á RÚV 2 en einnig er hægt að hlusta á þá á Rás 1. Útsending hefst klukkan 19:30.

Tengdar fréttir

Klassísk tónlist

Sinfóníukvöldum hleypt af stokkunum á RÚV 2

Klassísk tónlist

Frá kreppu til gullaldar