Heimilissorp og samviskubit

Mynd með færslu
 Mynd:

Heimilissorp og samviskubit

28.04.2014 - 15:15
Sífellt fleiri leggja sig fram um að tileinka sér vistvæna lífshætti. Nýta betur, flokka og skila til endurvinnslu. Ýmsir hafa í þessu samhengi verið tvístígandi yfir plastpokum undir heimilissorpið enda er í umhverfisumræðunni mjög hvatt til þess að draga úr notkun plasts.

En hvað getur komið í staðinn ? Á að snúa aftur til þess tíma þegar ruslafötur voru fóðraðar með dagblöðum ? Eru pokar unnir úr maískorni lausnin eða er þar verið að ganga á matvælabirgðir heimsins ?

Sterfán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur reifar þessi mál í Sjónmáli dagsins.

Sjónmál mánudaginn 28. apríl 2014