Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Heilt sveitarfélag í einangrun vegna kórónaveiru

13.02.2020 - 08:48
epa08210226 People queue to buy protective masks outside a shop in Hanoi, Vietnam, 11 February 2020. A three-month-old baby in Vinh Phuc province, case been confirmed as Vietnam's latest case of the coronavirus. The baby is believed to have contracted the virus from a grandparent.  EPA-EFE/LUONG THAI LINH
Fólk bíður í röð í Hanoi til að kaupa andlitsgrímur. Mynd: EPA-EFE - EPA
Tíu þúsund manna sveitarfélag í Víetnam var var sett í einangrun í morgun eftir að sex manns greindust þar með COVID-19 kórónaveiruna.

Sveitarfélagið Son Loi, safn lítilla þorpa, er í 40 kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni Hanoi. Það er fjölmennasta samfélag sem sett er í einangrun utan meginlands Kína. Gert er ráð fyrir að það verði einangrað í 20 daga. Alls hafa sextán greinst með kórónaveiruna í Víetnam.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV