Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Heiða Björg skipuð forstjóri Barnaverndarstofu

02.04.2019 - 14:01
Mynd með færslu
Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu. Mynd: RÚV
Heiða Björg Pálmadóttir hefur verið skipuð í embætti forstjóra Barnaverndarstofu. Hún hefur starfað sem settur forstjóri í rúmt ár og var yfirlögfræðingur stofnunarinnar frá 2009. Sex sóttu um embættið þegar það var auglýst.

Heiða Björg er með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands og réttindi til að starfa sem héraðsdómslögmaður. Hún hefur stundað doktorsnám við lagadeild Háskólans í Reykjavík frá 2013 og fjallar doktorsverkefni hennar um samspil málsmeðferðarreglna stjórnsýsluréttar annars vegar og réttar barna til verndar og umönnunar á friðhelgi fjölskyldunnar hins vegar. Hún stefnir að því að ljúka náminu á þessu ári. 

 

 

 

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir