HCB í flugeldum

27.08.2012 - 16:29
Mynd með færslu
 Mynd:
Efnið HCB, hexaklór bensen var yfir leyfilegum mörkum í tveimur sýnishornum af níu sem Umhverfisstofnun fékk hjá flugeldainnflytjendum. HCB mældist í andrúmslofti á nýársnótt 2011 og efnið hefur fundist í flugeldum í nágrannalöndum okkar.

 Innflytjendunum hefur verið gerð grein fyrir niðurstöðunum og farið fram á að þeir flytji ekki inn samskonar flugelda án staðfestingar á því að HCB sé undir leyfilegum mörkum. Þau eru 50 mg/kg. HCB var yfir mörkum í skotköku frá Alvöruflugeldum, 210 mg/kg og í köku frá Knattspyrnudeild Keflavíkur þar sem voru 600 milligrömm á kíló. 

Umhverfisstofnun telur niðurstöðurnar benda til þsss að þrýstingur sem flugeldaframleiðendur hafa verið beittir um að hætta notkun efnisins hafi borið árangur.