Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Hátt í 40 morð framin á tveimur áratugum

18.10.2019 - 14:03
Mynd með færslu
 Mynd: Grímur Jón Sigurðsson - RÚV
Á árunum 1999-2018 voru 37 morð framin á Íslandi, samkvæmt málaskrá lögreglu. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns VG.

Í flestum tilvikum eða þrettán var morðinginn vinur eða kunningi hins myrta. Í 9 tilvikum var morðinginn maki eða fyrrverandi maki hins myrta.

 

Í svari ráðherrans kemur fram að af þeim 37 sem voru myrtir voru 24 karlar en 13 konur.

Andrés Ingi spurði líka út í fjölda heimilisofbeldismála. Í svarinu kemur fram að á tímabilinu janúar til loka ágúst hafa komið upp 606 heimilisofbeldismál. Flest þeirra, eða 467, komu upp á höfuðborgarsvæðinu. Allt árið í fyrra komu upp 866 heimilisofbeldismál og voru 702 þeirra á höfuðborgarsvæðinu. 

Jón Hákon Halldórsson
Fréttastofa RÚV