Hatari mætir dómnefnd í annað sinn í kvöld

epa07571167 Hatari of Iceland perform during the First Semi-Final of the 64th annual Eurovision Song Contest (ESC) at the Expo Tel Aviv, Israel, 14 May 2019. The Second Semi-Final takes place on 16 May, and the Grand Final is held on 18 May.  EPA-EFE/ABIR SULTAN
 Mynd: EPA - RÚV

Hatari mætir dómnefnd í annað sinn í kvöld

17.05.2019 - 15:11

Höfundar

Þó það sé heill dagur í sjálfa lokakeppnina þá er engin hvíld hjá keppendum þeirra landa sem koma fram þá. Í kvöld fer fram dómararennsli keppninnar sem mun vera með svipuðu sniði og lokakeppnin, en þá munu dómnefndir allra keppnislandanna horfa á rennslið og kveða upp dóm sinn um atriðin.

Á morgun, eins og þjóð veit, fer fram úrslitakeppni Eurovision í Tel Aviv og þá kemur loksins í ljós í hvaða sæti BDSM gjörningahópurinn Hatari hafnar. Útsendingin hefst klukkan sjö á Íslandi og verður sjónvarpað beint á RÚV og á ruv.is.

Í kvöld fer hinsvegar fram nokkurskonar generalprufa fyrir lokakvöldið en generalprufan er einnig nefnd dómararennsli því þá munu dómnefndir allra keppnislandanna horfa á keppnina og gefa atriðunum stig. Sem fyrr gilda atkvæði dómnefndarinnar helming á móti símaatkvæðum almennings og því er jafn mikilvægt fyrir atriðin að standa sig vel í kvöld og það verður á morgun.

Atkvæði dómnefndar verða kunngjörð á morgun eftir að atkvæði símakosningar hafa verið opinberuð og mun þá valinn fulltrúi frá hverju landi birtast á skjánum og tilkynna niðurstöðu hennar í hverju landi. Stigakynnir Íslands í ár verður stórleikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson.

Síðustu ár hafa orðið miklar sviptingar á stigatöflunni og virðist sem almenningur og dómnefndir séu gjarnan með afar ólíkan smekk. Skiptar skoðanir eru um fyrirkomulagið en aðeins einu sinni hefur þó sá ágreiningur haft bein áhrif á sigurlagið. Það var þegar almenningur kaus lagið „You are the only one“ sem flutt var af Rússanum Sergey Lazarev sem sigraði símakosninguna en eftir að dómnefndaratkvæðin voru ljós varð niðurstaðan sú að Jamala frá Úkraínu sigraði keppnina með laginu „1944.“

Tengdar fréttir

Tónlist

„Við tjáum okkur ekki um lokaútspilið“

Tónlist

Fólkið á götunni bjartsýnt fyrir hönd Hatara

Pistlar

Hatrið innlimað, úrbeinað og markaðssett?

Tónlist

Þökkuðu Dominos og Deutsche Bank stuðninginn