Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Hatari - Hjálmar og Fontains D.C. á Eurosonic

Hatari - Hjálmar og Fontains D.C. á Eurosonic

30.01.2019 - 15:53

Höfundar

Í Konsert vikunnar heyrum við í tveimur hljómsveitum sem spiluðu á Eurosonic tónlistarhátíðinni í Groningen í Hollandi núna um miðjan janúar. Þessar sveitir eru Fontaines DC frá Írlandi, og okkar eigin Íslands Hatari.

Við heyrum svo í lokin nokkur lög frá tónleikum Hjálma á Eurosonic árið 2012 -

Á Eurosonic voru í þetta skipti 4.135 karlar og konur úr Evrópska Músíkbransanum. Fólkið kom frá 44 löndum og hljómsveitirnar sem spiluðu voru 342 á 42 tónleikastöðum.

Á Eurosonic spila fyrst og fremst nýjar ungar og upprennandi hljómsveitir alltaðar að úr Evrópu og það voru 7 atriði í ár frá íslandi; Hugar, Hatari, Hildur,  Bríet, Une Misere, Kælan Mikla og Reykjavíkurdætur sem nældu sér í verðlaun á hátíðinni, ný Evrópsk tónlistarverðlaun sem heita Music Moves Europe Talent Award og ofan á það fengu þær svo vinsælda-kosningaverðlaun; Public Choice Awards í sínum flokki, Rapp og hip hop.

Hatari var á Eurosonic hálfpartinn á vegum Rásar 2 en Rás 2 velur eina hljómsveit á ári á Eurosonic og í ár var það Hatari. Hatari spilaði í gömlu fallegu leikshúsi í borginni  sem heitir Stadsschouwburg sem er einskonar Borgarleikhús þeirra í Groningen.

Fontraines DC er fimm manna rokkband frá Dublin sem spilar einhvernskonar rokk. Fontianes DC er búin að senda frá sér þrjár smáskífur sem komu allar út í fyrra og eru allar á Spotify en fyrsta stóra plata þeirra er væntanleg núna snemma á þessu ári.

Tengdar fréttir

Tónlist

Idles í Lausanne og Boy Azooga á Eurosonic

Tónlist

Father John Misty og Bedouine í Les Docks

Tónlist

Konsert á Aldrei fór ég suður 2018

Tónlist

Magnús og Árstíðir í Konsert