Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

„Hatari er alltaf Hatari þegar hann er hér“

Mynd með færslu
 Mynd: Björg Magnúsdóttir

„Hatari er alltaf Hatari þegar hann er hér“

07.05.2019 - 08:00

Höfundar

Karen Briem og Andri Hrafn Unnarson skipa búningateymi Hatara í Tel Aviv. Bæði eru þau sprenglærðir og reynslumiklir fatahönnuðir sem hafa unnið víða um heim.

Á fyrstu æfingu Hatara á sunnudagskvöld fylgdust þau með og tóku niður nótur. „Við erum fyrst og fremst að plana hvernig við ætlum að fullkomna sviðslúkkið þannig að við verðum sátt við útkomuna. Við horfum mikið á hvernig ljósið virkar með búningunum, hvaða litir eru að virka vel,“ útskýrir Karen. Eftir æfinguna hafa þau unnið hörðum höndum; hvar þarf að bæta við göddum, ýkja, þrengja eða stækka, allt til þess að ná fram hinum margumrædda „vá-faktor“ hjá áhorfendum íslenska atriðisins í Expó höllinni 14. maí.

Mynd með færslu
 Mynd: Thomas Hanses - Eurovision.tv
Af æfingunni á sunnudagskvöldið.

Karen og Andri tóku með sér margar ferðatöskur af alls konar búningum og svo ferðuðust þau með tvær saumavélar í handfarangri. „Það er líka mikilvægt að sjá fötin saman í hreyfingu þannig að við áttum okkur á því hvernig þau verða í sjónvarpsútsendingunni. Við þurfum að finna fyrir hvaða smáatriði við viljum vinna áfram,“ segir Andri Hrafn.

Mynd með færslu
 Mynd: Hatari Instagram
Hatari klæðist öðrum búningum við opinber tilefni en í keppninni sjálfri, eins og hér.

Hver liðsmaður Hatara hefur tvo meginbúninga; sviðsbúning og búning til þess að vera í við opinber tilefni. „Þó þetta séu tvö mismunandi útlit eru þau sami karakter því Hatari er alltaf Hatari þegar hann er hér og við verðum að halda því til streitu, bæði sjónrænt og þau í sínum karakter,“ segir Karen. „Þetta fer oft inn í blætisklæðnað en sumt er dálítið eins og á götunni. Það er óneitanlega goth-blær yfir þessu og við erum að prófa að blanda þessu öllu saman en þetta gerist í góðu samtali við þau.“

Rætt var við Andra Hrafn og Kareni í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun.

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Hatari og föruneytið klæddust líka sérstökum búningum á ferðalaginu.
Mynd með færslu
 Mynd: Andres Putting - Eurovision.tv
Það er að mörgum smáatriðum að huga.
Mynd með færslu
 Mynd: Thomas Hanses - Eurovision.tv
Matthías á æfingunni á sunnudagskvöld.
Mynd með færslu
 Mynd: Andres Putting - Eurovision.tv
Karen og Andri þurfa að fylgjast vel með á öllum æfingum.
Mynd með færslu
 Mynd: Andres Putting - Eurovision.tv
Góðir skór geta skipt sköpum.

Tengdar fréttir

Popptónlist

Eru líka ljúfir feður og fjölskyldumenn

Popptónlist

Klökkur eftir blaðamannafund og magnaða æfingu

Innlent

Hatari ætlar ekki að láta ritskoða sig

Popptónlist

Hatari vill sjá enda hernáms í Palestínu