Hatarabörnin bíða spennt eftir öskudeginum

Mynd:  / 

Hatarabörnin bíða spennt eftir öskudeginum

05.03.2019 - 18:40

Höfundar

Hatrið virðist hafa unnið hjarta ungu kynslóðarinnar eftir Söngvakeppnina. Hatarabörn bíða nú í ofvæni eftir öskudeginum á morgun og hafa lagt mikinn metnað í búningagerð. Við kíktum í heimsókn til tveggja Hatarabarna sem voru í óða önn að undirbúa stóra daginn.

Mikið föndur fyrir litla bróður

Fjölskylda Stefáns Hauks hefur verið að föndra öskudagsbúninginn hans í nokkra daga. Þar sem Hatarabúningar eru ekki fáanlegir úti í búð, þarf að styðjast við hugmyndaflugið. Ólöf Halla Jóhannesdóttir, stóra systir Stefáns, ætlar að eftirláta bróður sínum Hatara þetta árið.  

„Ég ætla að vera skólastjóri, Hatari er ekki áhugamál hjá mér eins og hjá honum,” segir hún. Spurð hvort bróðir hennar hlusti mikið á Hatara svarar hún því játandi. „Kannski aðeins of mikið.” 

Hatarahorn í Partýbúðinni

Búningaverslanir hafa fengið fyrirspurnir um leðurólar, grímur og latexbúninga fyrir börn, sem má segja að sé heldur óhefðbundið. Og það var fullt út úr dyrum í Partýbúðinni í dag, sem útbjó sérstakt Hatarahorn. 

„Allir gaddar og ólar eru löngu farnir,” segir Valgerður Gunnarsdóttir verslunarstjóri. „Svo hafa komið vinnustaðir hingað og keypt fyrir alla í vinnunni.”

Fór út og öskraði þegar Hatari vann

Og í Hafnarfirði bíður aðdáandi númer eitt spennt eftir öskudeginum, þó að hún sé enn að jafna sig á úrslitakvöldinu um helgina. 

„Ég var allavega mjög glöð og fór út og öskraði,” segir Vigdís Ása Jónsdóttir. Hún er þess fullviss um að Hatarari muni sigra Eurovison. 

Tengdar fréttir

Menningarefni

DR: Ísrael ögrað með fokkjúmerki frá Íslandi

Menningarefni

Eyddu þrjátíu milljónum í símakosningunni

Menningarefni

Yfirburðasigur hjá Hatara í Söngvakeppninni