Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Harma ályktun VG um staðgöngu

09.03.2013 - 08:38
Mynd með færslu
 Mynd:
Staðganga og Tilvera, samtök um ófrjósemi, harma samþykkt Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs gegn staðgöngumæðrun í velgjörð og telja að hún byggi á vanþekkingu og fordómum.

Í tilkynningu segir að í umræðu um staðgöngumæðrun og nýsamþykktri ályktun Vinstri Grænna gegn staðgöngumæðrun í velgjörð komi gjarnan fram hjá vissum hópi fólks sá misskilningur að konum sé ekki bannað samkvæmt íslenskum lögum að ganga með barn fyrir aðra og gefa frá sér eftir fæðingu þess.  

Staðgöngumæðrun sé bönnuð hér á landi samkvæmt tæknifrjóvgunarlögum, hvort sem kona notar eigin kynfrumu, kynfrumu konunnar sem hún ætlar að ganga með fyrir eða gjafakynfrumu. 

Í ályktun VG er lagst gegn því að staðgöngumæðrun verði heimiluð á Íslandi, hvort sem það sé í hagnaðarskyni eða velgjörðarskyni. Sérstaklega er varað við því fyrirkomulagi að staðgöngumóðir og foreldrar geri með sér bindandi samning. Með því væri gengið mun lengra en í löndum sem heimili staðgöngumæðrun. Ekki er talað um það í ályktuninni að heimild sé fyrir því í lögum að ganga með barn fyrir aðra. 

 

Tilvera bendir á að í þingsályktunartillögu um staðgöngumæðrun, sem starfshópur vinnur nú eftir frumvarp til laga um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni, sé ekkert ákvæði um að staðgöngumóðir þurfi fyrirfram að gera bindandi samkomulag um að afhenda barnið við fæðingu þess.