Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Harðnandi frost í dag

02.03.2016 - 08:00
Mynd með færslu
 Mynd: Ágúst Ólafsson - RÚV
Talsvert frost var í nótt um allt land og er ekki útlit fyrir að hlýni mikið fyrr en um helgina. Veðurstofan spáir 2 til 12 stiga frosti í dag.

 

Á Austfjörðum og suðaustantil er spáð nokkru hvassvirði – 10-18 metrum á sekúndu – fram eftir degi. Fyrir norðan fer éljagangur hins vegar minnkandi. Á morgun er svo spáð hæglætisveðri, en stöku éli með suður- og austurströndinni.

 

Mynd með færslu
 Mynd: Veðurstofa Íslands - Skjáskot
Veðrið um klukkan 15 í dag, skv. spá Veðurstofu Íslands.

 

Útlit er fyrir bjart veður um stund, sunnan- og vestantil eftir hádegi í dag. Síðdegis fer þó að þykkna upp við suðurströndina. Þar fer að snjóa í kvöld. Hins vegar léttir til um landið norðan- og austanvert.

Í hugleiðingum veðurfræðings, sem birtar eru á vefsíðu Veðurstofu Íslands, segir að frost fari harðnandi, 2 til 12 stig í dag. Þá gæti kólnað enn frekar í nótt. Eftir helgi er hins vegar útlit fyrir umhleypingasamt veður.

 

Kári Gylfason
Fréttastofa RÚV