Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Haraldur Noregskonungur á sjúkrahúsi

09.01.2020 - 05:27
epa05107410 (L-R): King Carl Gustaf of Sweden, Queen Margrethe of Denmark and King Harald V pose for a family picture before a private dinner at the Royal Castle in Oslo, Norway, 17 January 2016 on the ocassion of the 25th anniversary of King Harald V&
 Mynd: EPA - NTB SCANPIX / POOL
Haraldur Noregskonungur var lagður inn á sjúkrahús í gær. Í tilkynningu frá norsku hirðinni segir að hann sé þó ekki talinn alvarlega veikur og verði að líkindum útskrifaður fyrir helgi.

Það vakti athygli í Noregi þegar tilkynnt var á mánudag að Haraldur myndi ekki verða viðstaddur formlega opnun nýs olíuleitarsvæðis á þriðjudag, þar sem hann ætlaði þó að vera ásamt Ernu Solberg forsætisráðherra og fleiri fyrirmennum. Í gærkvöld sendi hirðin svo frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kemur að konungurinn hafi verið lagður inn á Ríkissjúkrahúsið í Osló vegna svima. Rannsóknir hafi þó ekki leitt nein alvarleg veikindi í ljós.

Tveggja vikna veikindafrí

Þótt hann verði útskrifaður fyrir helgi fer Haraldur konungur í tveggja vikna veikindaleyfi og sonur hans, krónprinsinn Hákon, gegnir því konunglegum skyldum föður síns á meðan. Noregskonungur, sem er 82 ára gamall, fór einnig í veikindaleyfi í desember síðastliðnum. Krónprinsinn tilkynnti þá að faðir hans væri með vírussýkingu, en hefði það að öðru leyti ágætt. 
 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV