Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

„Hann veifaði mér“

04.09.2019 - 18:00
Mynd: Kristín Sigurðardóttir / RÚV
Það hefur vart verið vinnufriður í Borgartúni í Reykjavík í dag svo mikla athygli vakti koma varaforseta Bandaríkjanna. Fólk lá úti í gluggum eða brá sér út á stétt til að berja bílalest Mike Pence augum. „Hann veifaði mér,“ segir Egill Helgason. „Ég var ekki nógu fljótur að veifa á móti.“ Heldur rólegt var á veitingastöðum í grenndinni.

Tíðindamaður Spegilsins tók púlsinn á mannlífinu í Borgartúni og setti saman í sjö mínútna pakka sem hlusta má á með því að smella á myndina.

Mynd með færslu
 Mynd: Kristín Sigurðardóttir - RÚV

Starfsmenn Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar voru í óða önn að koma fyrir lokunum þegar fréttamann bar að.

Mynd með færslu
 Mynd: Kristín Sigurðardóttir - RÚV
kristins's picture
Kristín Sigurðardóttir
Fréttastofa RÚV